miðvikudagur, 28. október 2015

KOMIN TÍMI TIL :P

Loks gat Klopp fagnað

Klopp brosir í kvöld. stækka Klopp bros­ir í kvöld. AFP
Li­verpool sigraði Bour­nemouth, 1:0, í 16-liða úr­slit­um enska deilda­bik­ars­ins í kvöld. Þetta er fyrsti sig­ur Li­verpool und­ir stjórn Jür­gen Klopp en liðið er þar með komið í 8-liða úr­slit keppn­inn­ar. Bour­nemouth er hins veg­ar úr leik.
Gest­irn­ir frá Bour­nemouth hófu leik­inn af mikl­um krafti og fengu dauðafæri strax á 4. mín­útu leiks­ins. Stan­islas komst þá einn í gegn­um vörn Li­verpool en Bogd­an, í marki Li­verpool, varði vel.
Heima­menn náðu fljót­lega eft­ir það yf­ir­hönd­inni í leikn­um og komust yfir á 17. mín­útu. Bakvörður­inn Nath­an Clyne fylgdi þá eft­ir hæl­spyrnu Joao Teix­eira og kom knett­in­um í markið. 
Bæði lið fengu ágæt færi í leikn­um en fleiri mörk voru ekki skoruð og Li­verpool sigraði því Bour­nemouth, 1:0. 
Manchester City sigraði Crystal Palace ör­ugg­lega í sömu keppni. Loka­töl­ur í Manchester 5:1 fyr­ir City. Sout­hampt­on sigraði þá Ast­on Villa, 2:1, á heima­velli sín­um á suður­strönd­inni.
Leik­ur Manchester United og Midd­les­brough hófst síðar en hinir leik­irn­ir. Fylgst er með gangi mála í hon­um hér.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli