laugardagur, 26. desember 2015

Liverpool FC - Leicester

hérna er þáttur 9 (lokaþátturinn) í stittri útgáfu, 7 min staðinn fyrir 13 min

hérna er þáttur 9 (lokaþátturinn) í stittri útgáfu, 7 min staðinn fyrir min
Posted by NES SPORT TV HD on 25. desember 2015

miðvikudagur, 23. desember 2015

NES TV SPORT HD - LOKAÞÁTTURINN

Síðasti þátturinn í NES TV HD séríunni og nú á bæði facebook og youtube. NES TV SPORT HD þakkar ykkyr fyrir áhorfið á þ...
Posted by NES SPORT TV HD on 17. desember 2015

laugardagur, 19. desember 2015

Njarðvík vs Gridavík í gær

baginski
Lokaleikur ársins 2015 í Dominos deild karla fór fram í kvöld í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Þar áttust við Njarðvík og Grindavík í leik sem var al-íslenskur þar sem bæði þessi lið sendu erlendu leikmenn sína heim fyrir stuttu.

1. leikhluti fór vel af stað og var leikurinn frekar hraður. Jafnt var á öllum tölum framan af og voru bæði lið að skjóta töluvert fyrir utan. Þorleifur byrjaði vel fyrir Grindavík og setti hann tvær 3ja stiga körfur með stuttu millibili í leikhlutanum. Njarðvík virtist ætla að taka afgerandi forystu undir lok leikhlutans þegar Logi og Jón Arnór settu sitthvora 3ja stiga körfuna og bætti Logi um betur með góðri körfu þegar 2 sekúndur voru eftir á klukkunni og kom Njarðvík í 9 stiga forystu 25-16. Jóhann Árni átti þó síðasta orðið í leikhlutanum þar sem hann setti flautukörfu frá miðju vallarins í spjaldið ofaní og endaði leikhlutinn því 25-19 Njarðvík í vil.

2.leikhluti byrjaði svipað og sá fyrri endaði, bæði lið að skjóta töluvert fyrir utan.  Þorsteinn, Daníel og Þorleifur settu allir niður 3.stiga skot snemma í leikhlutanum fyrir Grindavík og náðu þeir að minka muninn í 1 stig 29-28. Þá hertu heimamenn tökin í vörninni og komu með 7-0 rispu og komust í 36-28. Töluvert hægðist á leiknum um miðjan leikhlutann og gekk báðum liðum illa að setja stig á töfluna. Grindavíkingar tóku við sér undir lok leikhlutans og settu 6 stig í röð og náðu að minnka muninn undir lok leikhlutans niður í 4 stig 40-36 en það var staðan í hálfleik.

Hjá heimamönnum var Logi atkvæðamestur með 10 stig/3 fráköst, Hjörtur með 9 stig og Maciej með 7 stig. Hjá Grindavík var Þorleifur með 11 stig/2 fráköst og Ómar með 8 stig/6 fráköst. Eins og áður sagði voru bæði lið að skjóta töluvert fyrir utan, Njarðvík var með 5/15 í 3.stiga og Grindavík 6/19.

3.leikhluti bauð mikið upp á það sama og í fyrri hálfleik, Njarðvík leiddi og slitu sig 4-6 stigum frá gestunum sem komu alltaf til baka þó aldrei nær en 1.stig. Jón Axel vaknaði til lífsins eftir að hafa haft hægt um sig og setti niður tvær 3.stiga körfur með stuttu millibili og kom Grindavík 3.stigum frá heimamönnum 54-51 með seinni körfunni. Logi Gunnars átti án efa tilþrif leikhlutans þegar hann blokkaði Þorleif illa þegar skammt var eftir af leikhlutanum. Haukur Helgi skellti svo síðasta skotinu fyrir heimamenn sem leiddu 61-55 og allt opið fyrir síðasta leikhlutann.

4.leikhluti var framan af líkt og hinir leikhlutarnir þar sem Njarðvík leiddi og Grindavík elti. Njarðvík settu niður 6 stig í röð og komust í 67-57 með góðum körfum. Stuttu eftir tók Haukur Helgi  góða rispu þar sem hann setti niður stóra 3ja stiga körfu og kom Njarðvík í 11 stiga forystu 70-59 þegar um 6 mínútur voru eftir af leiknum. Í næstu sókn Grindavíkur stal hann boltanum og gaf Maciej auðvelda körfu. Ekki var hann hættur því hann blokkaði svo Ómar illa í næstu sókn Grindavíkur. Eftir þetta var leikurinn aldrei í hættu fyrir heimamenn og komust þeir mest í 18 stiga mun 79-61. Þjálfarar liðanna sáu hvað í stefndi undir lokin og fengu þeir leikmenn sem minna hafa spilað í vetur síðustu mínúturnar. Svo fór að lokum að Njarðvík sigraði 87-71 í leik sem jafn alveg fram í miðjan loka leikhlutann. 

Haukur Helgi átti fínan dag á skrifstofunni en hann leiddi alla tölfræðiþætti heimamanna 21 stig/ 8 fráköst/ 5 stoðsendingar/ 3 stolnir boltar. Logi Gunnars var með 18 stig/ 5 fráköst /3 stoðsendingar og Maciej var með 17 stig/ 4 fráköst/ 3 stoðsendingar. Hjá gestunum í Grindavík var Þorleifur atkvæðamestur með 17 stig/ 6 fráköst. Ómar Sævars kom þar á eftir með 16 stig/12 fráköst og Jón Axel var með 12 stig/6 fráköst.

Njarðvík-Grindavík 87-71 (25-19, 15-17, 21-19, 26-16)
Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 21/8 fráköst/5 stoðsendingar, Logi  Gunnarsson 18/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 17/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 11/5 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 11, Hjalti Friðriksson 4/7 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 3, Hilmar Hafsteinsson 2, Hermann Ingi Harðarson 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Gabríel Sindri Möller 0.
Grindavík: Þorleifur Ólafsson 17/6 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 16/12 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 12/6 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 9/8 fráköst/6 stoðsendingar, Ingvi Þór Guðmundsson 8/4 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 5, Þorsteinn Finnbogason 4/4 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 0, Magnús Már Ellertsson 0, Nökkvi Már Nökkvason 0, Kristófer Breki Gylfason 0.

Umfjöllun: Árni Þór Ármannsson
Síðustu mín/sek úr leik Njarðvík vs Grindavík
Posted by EINZI SPORT on 19. desember 2015

miðvikudagur, 9. desember 2015

Simmons sagt upp í Njarðvík

umfnthor15

"Óvíst hvernig leikmann við fáum okkur"


Njarðvíkingar hafa sagt upp Marquis Simmons erlendum leikmanni sínum og hefur hann nú þegar leikið sinn síðasta leik fyrir félagið. "Hann var einfaldlega ekki að standa undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar. En þetta er allt gert af fagmennsku og engin leiðindi. Hann skilur okkar afstöðu og mun halda af stað heim í dag eða á morgun." sagði Gunnar Örn Örlygsson formaður kkd. UMFN. 

Njarðvíkingar eru sem stendur í 6. sætii Dominosdeildarinnar með 5 sigra og 4 töp og hefur Marquis verið að skila 18 stigum og 11 fráköstum á leik fyrir þá grænklæddu. "Hann hefur já leikið sinn síðasta leik. Við töldum það réttast að gera þetta svona frekar en að láta hann klára til jóla. Það sýnir fagmennsku af okkar hálfu og einnig tel ég með fullri virðingu fyrir honum að aðrir leikmenn eigi að getað fyllt það skarð sem hann skilur. Hann er einfaldlega ekki að henta okkur og okkar prógrammi." sagði Gunnar ennfremur. 

Ræðst í "glugganum" hvernig leikmann Njarðvík tekur.
Gunnar sagði Njarðvíkinga nú byrja að leita af eftirmanni Simmons en óvíst væri hvernig sú leit yrði. "Við viljum bæta við okkur íslenskum bakverði, það er ekkert leyndarmál.  Ef það er bakvörður til sem langar að spila fyrir klúbbinn og hentar okkur, þá fáum við okkur stóran erlendan leikmann í teiginn aftur.  Ef það gengur hinsvegar ekki upp þá gæti farið svo að við yrðum að næla okkur í bakvörð erlendis frá." sagði Gunnar að lokum. 

Njarðvíkingar eiga tvo leiki eftir til jóla og það er gegn Haukum og Grindavík.