miðvikudagur, 28. október 2015

Góðar fréttir í Njarðvík :D

Ítarlegt viðtal um ástæður ákvörðunar Hauks - "Snýst alls ekki um peninga"


Njarðvíkingar hafa aldeilis fengið hvalreki á sínar fjörur því nú rétt í þessu var Haukur Helgi Pálsson að kvitta undir árs samning við félagið.  Hauk þarf varla að kynna mikið fyrir körfuknattleiksmönnum en hann er uppalinn hjá Fjölni og fór þaðan beint út í nám og hefur verið erlendis síðan. Haukur kemur sum sé til með að stíga sín fyrstu skref í úrvalsdeildinni með liði Njarðvíkinga og er von á að hann hefji leik á föstudag gegn meistaraliði KR.

Haukur fór nú síðast til Þýskalands og spilaði þar með liði MBC í Bundesdeildinni.  Í viðtalinu hér að neðan sagði Haukur að honum hafi alls ekki liðið vel hjá liðinu og vildi fá lausn sem fyrst.  Haukur fer einnig yfir það í viðtalinu hér að neðan hverjar eru ástæður þess að hann komi heim og hversvegna hann valdi Njarðvík umfram önnur lið. Haukur talaði einnig um umboðsmann sinn og hvað honum þótti um þessa ákvörðun sína.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli