fimmtudagur, 28. janúar 2016

Tapleikur á heimavelli

þetta fór ekki vel fyrir okkur Njarðvíkginga í kvöld :( þar sem við töpuðum á móti KR-ingum það er engan veginn nóu gott að tapa á móti þeim. Leikurinn var í jáfnum allan tíman, en á lokasprettinum höfðu KR-ingar því miður betur. Njarðvík reyndu að svar með körfum en ekkert gekk upp og KR-ingar fóru með sigur af hólmi 89 - 100 eins og þið sjáið á myndinni hér að ofan 

nja-kr-kk-13

– KR með gott tak á Njarðvík í vetur –

Stórleikur umferðarinnar var leikinn í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld þar sem áttust við heimamenn í Njarðvík og KR. Liðin sem mættust í undanúrslitum á síðasta ári sem endaði í magnaðri rimmu. Liðin höfðu mæst í tvemur leikjum í vetur og KR sigrað þá báða, heimaleik sinn í deildinni og svo slógu þeir Njarðvík út úr bikarnum í 8 liða úrslitum þannig að Njarðvík átti harm að hefna. 

1. leikhluti var mjög hraður og skiptust liðin á að keyra í sóknir hvað eftir annað. Haukur setti fyrstu stigin í leiknum og fylgdi Pavel á eftir með fyrstu körfu KR-inga. Mikil keyrsla í bæði vörn og sókn hjá báðum liðum. Um miðbik leikhlutans gekk ekkert hjá heimamönnum að setja upp í sókn og töpuðu þeir boltanum í hverri sókninni á fætur annarri. Gestirnir gengu á lagið og kláruðu sín hraðaupphlaup vel. Auk þess voru Njarðvíkingar ekki að ráða við M. Craion sem var duglegur að fá boltann, pósta menn upp og setja auðveldar körfur. Í stöðunni 14-22 tók Friðrik Ingi leikhlé, eftir að hans menn höfðu tapað enn einum boltanum sem endaði með körfu gestanna, og las aðeins yfir sínum mönnum. Þetta kveikti í Njarðvík sem kom af krafti inn í leikinn og saxaði á forskot gestanna sem endaði svo á því að Ólafur Helgi setti flotta 3.stiga körfu og jafnaði leikinn 22-22. Flottur 8-0 kafli hjá heimamönnum og stuðningsmenn liðsins farnir að láta í sér heyra. KR svaraði þó fyrir sig undir lok leikhlutans og endaði hann 22-26 þeim í vil.

2. leikhluti var beint framhald af þeim fyrsta. Mikill hraði og mikil barátta inni á vellinum. Ægir þór var sprækur fyrir KR og setti hann 4 stig með stuttu millibili. Darri og Björn fylgdu hans fordæmi og settu sína körfuna hvor og var staðan þá orðin 24-36. Þá var komið að Maciej Baginski sem var ekki á því að láta gestina stinga af. Hann setti niður tvær góðar 3.stiga körfur með stuttu millibili og minnkaði muninn í 30-36 þegar 7:12 mín voru eftir af leikhlutanum. Mikið skorað í leiknum og varla sú sókn KR sem ekki endaði með körfu. KR komst í 38-30 með körfu frá M. Craion en þá komu tvær 3.stiga körfur í röð frá Loga og svo Maciej sem þá var búinn að skora 11 stig í leikhlutanum. Njarðvík komst svo yfir þegar Haukur Helgi náði að stela boltanum og skora eftir gott samspil við Loga 43-42 staðan. Liðin skiptust svo á að skora en lokasekúndur leikhlutans voru skrítnar. Dómararnir stöðvuðu leikinn og létu laga klukkuna þannig að 3:48 sekúndur voru eftir og staðan 46-49 fyrir KR. Þeir áttu boltann og tóku hann inn undir sinni eigin körfu. Það endaði ekki betur en svo að Maciej stal boltanum og kom honum á Loga sem skoraði flautukörfu og minnkaði muninn í 48-49. Njarðvík var með 11 tapaða bolta í fyrri hálfleik sem átti eftir að reynast þeim dýrt.

Atkvæðamestir hjá Njarðvík: Logi Gunnars 15 stig/ 5 stoðsendingar, Maciej 11 stig, Haukur Helgi 9 stig/ 4 fráköst og Jeremy Atkinson 8 stig/ 6 fráköst.

Hjá KR: M. Craion 14 stig/ 6 fráköst/ 3 stolnir, Darri Hilmars 11 stig/ 5 fráköst, Ægir Þór 10 stig/ 5 stoðsendingar/ 3 stolnir.

3. leikhluti var líkt og hinir tveir mjög hraður. KR-ingar virtust skora í hverri einustu sókn sem þeir fóru í og var M. Craion þar fremstur í flokki en hann var mjög grimmur undir körfunni og var að skila boltanum ofaní. Liðin skiptust á að skora og mikil barátta en þrátt fyrir það var leikurinn nokkuð prúðmannlega leikinn en til að mynda kom fyrsti skotrétturinn í leiknum þegar um 3 mínútur voru eftir af 3. leikhlutanum. Ægir Þór var duglegur að mata sína menn og var hann kominn með 10 stoðsendingar í leiknum þegar hér var komið við sögu. Leikhlutinn endaði svo svipað og sá á undan en KR hafði boltan en tapaði honum sem endaði með því að brotið var á Ólafi Helga sem setti niður eitt víti og staðan 70-74 fyrir lokaleikhlutann.

4. leikhluti byrjaði vel og sett Haukur Helgi 3.stiga körfu og kom Njarðvík yfir 75-74. Í kjölfarið skiptust liðin á að skora en þar fóru fremstir Helgi Már fyrir KR og Maciej fyrir Njarðvík en þeir settu 5 stig hvor á stuttum tíma. Í stöðunni 85-87 skoraði Brynjar Þór körfu nánast kominn á rassinn eftir að Maciej braut á honum og fékk hann vítaskot að auki sem hann setti og kom KR í 85-90 þegar um 3 mínútur voru eftir. KR læstu vörninni þessar síðustu mínútur og voru að setja skotin sín á hinum enda vallarins. Þá einna helst Pavel sem setti tvær 3.stiga körfur með stuttu millibili og kom KR í 85-96. Heimamenn voru langt í frá nógu grimmir í vörninni í síðasta leikhlutanum og fengu þeir til að mynda fyrstu villuna dæmda á sig þegar um mínúta var eftir. Svo fór að lokum að gestirnir innsigluðu sigurinn 89-100.

Atkvæðamestir hjá Njarðvík voru: Haukur Helgi 23 stig/ 4 fráköst/ 4 stoðsendingar, Maciej B. 18 stig/ 5 fráköst, Jeremy Atkinson 18 stig/ 8 fráköst/ 4 stoðsendingar, Maciej B. 18 stig/ 5 fráköst en hann kom mjög sterkur inn í þennan leik í 2. Leikhluta og Logi Gunnars með 16 stig/ 6 fráköst/ 7 stoðsendingar. 18 stig á sig eftir tapaða bolta í leiknum reyndist Njarðvíkingum mjög dýrt í kvöld.

Hjá KR voru atkvæðamestir: M. Craion sem var gríðarlega öflugur í leiknum bæði í vörn og sókn með 28 stig/ 14 fráköst/ 7 stolna bolta, Darri Hilmars. 17 stig/ 5 fráköst, Pavel 13 stig (þar af 8 stig á lokamínutum leiksins)/ 4 fráköst/ 5 stoðsendingar, Ægir Þór 12 stig/ 14 stoðsendingar/ 6 fráköst og Björn K. 10 stig/ 3 fráköst.

Hörku leikur í kvöld


Njarðvík fær KR í heimsókn í Ljónagryfjuna í kvöld og verður þessi leikur sýndur á stöð 2 sport/Sport hd og verður vonandi góð skemmtun fyrir alla 


þriðjudagur, 26. janúar 2016

Allir á völlinn!!!!



það verði sannkallaður risaslagur í Ljónagryfjunni næstkomandi fymmtudag þegar NJARÐVÍK FÆR KR í heimsókn. Leikirnir á milli þessara liða hafa verið skemmtun í hæsta gæðaflokki ef það má sega það. ÁFRAM NJARÐVÍK!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

vonandi verður Stefan áfram...


Flest­ir klúbb­ar hefðu sent hann heim

Stefan Bonneau í leik með Njarðvík á síðasta tímabili.
Stef­an Bonn­eau í leik með Njarðvík á síðasta tíma­bili. 
Ná­ungakær­leik­ur­inn er svo sann­ar­lega til staðar hjá hjá körfuknatt­leiks­deild Njarðvík­ur. Banda­ríkjamaður­inn Stef­an Bonn­eau fór á kost­um með liði Njarðvík­inga á síðasta tíma­bili í Dom­in­os-deild karla en sleit hás­in rétt fyr­ir yf­ir­stand­andi keppn­is­tíma­bil.
Njarðvík­ing­ar ákváðu hins veg­ar að halda í kapp­ann og hjálpa hon­um að koma sér í gegn­um þessi erfiðu meiðsli. Njarðvík­ing­ar út­veguðu hon­um húsa­skjól hér á landi, hann hef­ur fengið af­not af bíl og er auk þess í sjúkraþjálf­un.

Hafð í eng­in hús að vernda

„Staða hans per­sónu­lega var bara slæm. Hann er tveggja barna faðir og hafði í raun­inni í eng­in hús að vernda. Hann er kannski ekki með sterk­asta baklandið heima í Banda­ríkj­un­um. Okk­ur var bara orðið vel til vina, mér og hon­um og öðrum í klúbbn­um. Þannig að við í raun­inni sáum aum­ur á hon­um og ákváðum að taka hann að okk­ur í vet­ur,” sagði Gunn­ar Örlygs­son formaður körfuknatt­leiks­deild­ar Njarðvík­ur í afar áhuga­verðu viðtali á vefn­um Karf­an.is í dag.
„Menn mega hlæja að því eða gera grín að því en þetta er bara ná­ungakær­leik­ur og ekk­ert annað sem veld­ur því að við höf­um tekið hann að okk­ur. Hann hef­ur fengið gist­ingu, af­not af bíl og fengið mat og eitt­hvað af pen­ing­um. Við höf­um hjálpað hon­um með sjúkra­ferlið og hann bros­ir all­an hring­inn,” sagði Gunn­ar enn frem­ur.
„Bata­ferlið er á góðri braut og hann virðist vera að ná sér furðu hratt miðað við hversu al­var­leg þessi meiðsli voru þannig að það er ekk­ert ólík­legt að hann verði kom­inn í lag, fyrr, frek­ar en seinna, þó svo að ég geti ekk­ert sagt ná­kvæm­lega til um það,” sagði Gunn­ar.
Það get­ur því vel verið að Bonn­eau spili með Njarðvík­ing­um á tíma­bil­inu fari svo að hann nái sér. Það skipt­ir hins veg­ar ekki öllu máli í þessu til­felli.

Flest­ir klúbb­ar hefðu sent hann heim

„Hann er skráður í liðið, hann er Njarðvík­ing­ur, bara meidd­ur, á sjúkra­lista. Auðvitað væri það ekki verra fyr­ir okk­ur litla klúbb sem er bú­inn að gera mikið fyr­ir hann. Flest­ir klúbb­ir hefðu lík­lega sent hann heim, ekki sinnt meidd­um leik­manni utan samn­ings, Banda­ríkja­manni,” sagði Gunn­ar.
„Í flest­um til­fell­um hef­ur það verið svo­leiðis að mér skilst í gegn­um árin þegar svona mál  hafa komið upp. Við ákváðum að fara aðrar leiðir. Kannski fáum við það ein­hvern veg­inn til baka en þetta er ekki gert með þeirri hugs­un. Ef hann er kom­inn í lag á yf­ir­stand­andi tíma­bili, þá er þessi maður ekk­ert að fara að spila mikið fyr­ir klúbb­inn okk­ar. Þetta eru það al­var­leg meiðsli að ég ef­ast um að hann muni spila mikið ef nokkuð í úr­slita­keppn­inni,“ sagði Gunn­ar.


föstudagur, 22. janúar 2016

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Njarðvík 86-92 | Endurkomusigur Njarðvíkur

Haukur Helgi var algjörlega frábær fyrir Njarðvík í kvöld.
Haukur Helgi var algjörlega frábær fyrir Njarðvík í kvöld.VÍSIR/ANTON BRINK
SVEINN ÓLAFUR MAGNÚSSON Í TM-HÖLLINNI SKRIFAR
Njarðvíkingar unnu seiglusigur í Tm-höllinni í Keflavík þegar þessir nágrannar mættust í sannkölluðum risaslag. Þetta var lokaleikur 15 umferðar Domino´s - deild karla. 

Það var mikil eftirvænting fyrir leik Keflavíkur og Njarðvíkur í kvöld og var stúkan nánast full hálftíma fyrir leik. Sigurvegarinn í leiknum hafði monntréttinn í Reykjanesbæ. 

Hjá Keflvíkingum var toppsætið í húfi því með sigri væru þeir þar einir. Njarðvíkingar þurftu á sigri að halda til þess að sýna að þeim væri alvara í Domino´s deildinni

Keflvíkingar byrjuðu leikinn að krafti en Njrðvíkingar svöruðu fljótt og höfðu yfirhöndina nánast allan fjórðunginn. Njarðvíkingar spiluðu góða vörn með Loga Gunnarsson fremstan í flokki en Haukur Helgi var potturinn og pannan í sóknarleik Njarðvíkinga. 

Njarðvíkingar voru að spila mjög góða vörn og áttu Keflvíkingar oft á tíðum í erfiðleikum að finna leið að körfunni. Njarðvíkingar voru með þrjú til sex stiga forskot en þeir slökuðu eitthvað á undir lokin á fjórðungnum og Keflvíkingar náðu að saxa forskotið niður í tvö stig þegar leikhlutanum lauk, 21 - 23. 

Annar leikhluti var nánast eins og sá fyrsti, Njarðvíkingar skrefi á undan. Baráttan jóks í öðrum leikhluta og voru menn aðeins byrjaðir að ýta í mann og annan. Njarðvíkingar héldu áfram að spila fasta vörn og komust Keflvíkingar lítið áfram í upphafi.

Ágúst Orrason náði að sópa til sín nokkrum mikilvægum fráköstum og við það jókst hraðinn. 
Keflvíkingar náðu að keyra á Njaðrvíkinga undir lok fjórðungsins og settu tíu stig á mót tveimur hjá Njarðvíkingum. Keflvíkingar fóru inn í búningsherbergi fjórum stigum yfir, 43 - 39. 

í fyrri hálfleik voru Reggie Dupree allt í öllu í sóknaleik Keflvíkinga hjá Njarðvíkingum var Logi Gunnarsson og Haukur Helgi Pálsson bestir með 10 stig hvor að auki var Haukur með 10 fráköst.

Keflvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn að krafti og náðu að keyra upp hraðann, sem annars góðir Njaðrvíkingar náðu að halda niðri í fyrri hálfleik. Keflvíkingar náðu að stoppa sóknir Njarðvíkinga og setja niður frekar auðveldar körfur. 

Um miðjan þriðja leikhluta voru Keflvíkingar komnir með 15 stiga forskot. Allt virtist stefna í sigur Keflvíkinga en þeir grænklæddu voru á öðru máli. Njarðvíkingar náðu að minnka munin niður í níu stig fyrir loka leikfjórðunginn. 

Leikmenn Njarðvíkur komu vel stemdir inn á völlinn í fjórða leikhluta. Á nokkrum mínútum voru þeir búnir að minnka munin og þegar um þrjár og hálf mínúta var eftir af leiknum jafna Njarðvíkingar leikinn. Á þessum kafla áttu Njarðvíkingar nokkur stór skot sem rötuðu ofaní körfu Keflvíkinga. Keflvíkingar áttu fá svör við þessu áhlaupi Njarðvíkinga og urðu að játa sig sigraða 86 - 92. 

Bestir í liði heimamanna voru Reggie Dupree með 22 stig og Earl Brown með 19 stig en sá síðar nefndi hefur oft spilað betur. Einnig ber að nefna Magnús Már Traustason en hann átti fínan leik.

Í liði gestana voru þeir Haukur Helgi Pálsson, með 24 stig, og Logi Gunnarsson, sem skoraði 17 stig, bestir. Bandaríkjamaðurinn í liði Njarðvíkinga átti ágæta kafla sérstaklega í seinni hálfleik. 

Keflavík-Njarðvík 86-92 (21-23, 22-16, 27-22, 16-31)
Keflavík: Reggie Dupree 22/4 fráköst, Earl Brown Jr. 19/13 fráköst, Magnús Már Traustason 12/6 fráköst, Valur Orri Valsson 10/8 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 8, Davíð Páll Hermannsson 7/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 4/5 fráköst, Ágúst Orrason 4/8 fráköst.
Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 24/12 fráköst/6 stoðsendingar, Jeremy Martez Atkinson 18/10 fráköst, Logi  Gunnarsson 17, Oddur Rúnar Kristjánsson 12/4 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Ólafur Helgi Jónsson 9/4 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 2.

Magnús Már: Undir lokin fór þetta í eitthvað rugl hjá okkur
„Þeir voru að hitta úr stóru skotum því fór sem fór. Við hættum að spila vörn, við erum komnir 15 stigum yfir og svo hættum við bara. Ég veit ekki hvað fór úrskeðis hjá okkur,” sagði Magnús Már Traustason sem mætti sýnum gömlu félögum í kvöld og var hann frekar daufur eftir leikinn

„Við verðum að laga vörnina hjá okkur. Sóknin var að ganga vel á köflum framan af en undir lokin þá fór þetta í eitthvað rugl hjá okkur” sagði Magnús Már eftir tapið í kvöld.

Friðrik Ingi: Ánægður með hjartað sem sprakk út  í fjórða leikhluta
„Það hefði verið auðveldara að leggjast niður og gefast upp en við gerðum það ekki. Við gáfumst ekki upp og fyrir það er stoltur og ánægður með mína drengi,” sagði Friðrik Ingi Rúnarsson stoltur og ánægður eftir leikinn 

„Við erum á réttri leið og getum orðið enn betri, það voru andartök í leiknum sem ég sá að við eigum eftir að koma öllum á sömu blaðsíðuna. Hjartað var á réttum stað hjá okkur undir lokin og fyrir það er ég glaður”

„Bandaríkjamaðurinn hjá okkur er ekki í mikilli leikæfingu en hann er búinn að vera hérna áður og þekkir allt. Við eigum eftir að finna hann betur en það sást á köflum að hann var eingöngu búinn að mæta á tvær æfingar hjá okkur,” sagði Friðrik Ingi hress að vanda eftir leikinn.

Haukur Helgi: Karakter sigur hjá okkur
„Þetta var erfitt, mikil vinna lögð í leikinn og flottur karakter sigur hjá okkur. Mér fannst við svolítið daufir og orkulausir. Frikki tók leiklé og lét okkur heyra það. Eftir það rifum við okkur í gang,” sagði Haukur Helgi Pálson var sáttur með sinn fyrsta nágranna slag á milli Keflavíkur og Njarðvíkur

„Við náðum nokkrum stoppum í röð og við fengum áhorfendurnir með okkur, við setjum svo eitt, tvö skot það þurfti ekki meira þá vorum við komnir á skrið. Skemmtilegt að upplifa svona rimmu í fyrsta skiptið og með alla þessa áhorfendur var geðveikt,“ sagði Haukur Helgi kampa kátur að lokum.

Sigurður: Menn misstu hausinn í tvær mínútur
„Þetta var hörkuleikur en við hefðum átt að vera búnir að loka þessum leik mun fyrr. Ég veit ekki hvað fer úrskeiðis og ég verð bara að skoða það. Það komu kaflar þar sem við spiluðum eins og við viljum þá vorum við áberandi betra lið fannst mér en það dugði ekki í kvöld,“ sagði Sigurður við Vísi. 

„Við vorum komnir með 15 stiga forskot og að spila vel svo missa menn hausinn í tvær mínútur og fengum á okkur nokkrar þriggja í röð. Þá fórum við að gera eitthvað sem við erum ekki vanir að gera en gerðum í dag. Við missum boltann og þetta var ekki alveg eins og við vildum,” sagði Sigurður Ingimundarson eftir tap sinna manna í kvöld.