föstudagur, 30. október 2015

Poweradebikarinn og Domino's deildin beint á Stoð 2 Sport




Keflavík-Höttur kl. 19.15. Lifandi tölfræði á kki.is.



Allir leikir Poweradebikarsins í lifandi tölfræði á kki.is.

miðvikudagur, 28. október 2015

tökum þetta alla leið Liverpool

Roberto Firmino, leikmaður Liverpool.


Roberto Firmino, leikmaður Liverpool.                    

Southampton og Liverpool eigast við í stórleik fjórðungsúrslita ensku deildabikarkeppninnar en dregið var í kvöld.

Liverpool fagnaði í kvöld sínum fyrsta sigri undir stjórn Þjóðverjans Jürgen Klopp er liðið sló Bournemouth úr leik í 16-liða úrslitunum.

Leikirnir fara fram 30. nóvember en fimm úrvalsdeildarlið eru eftir í pottinum og er þetta eini úrvalsdeildarslagurinn.

Middlesbrough, sem sló Manchester United úr leik í kvöld, fær Everton í heimsókn og þá tekur Stoke, sem vann Chelsea í 16-liða úrslitum, Sheffield Wednesday í heimsókn. Wednesday vann Arsenal sannfærandi í gær, 3-0.

Manchester City tekur svo á móti Hull sem sló út úrvalsdeildarlið Leicester úr leik.
Leikirnir:
Middlesbrough - Everton
Southampton - Liverpool
Stoke - Sheffield Wednesday
Manchester City - Hull

horfið á frammlenginguna hjá Manchester United v Middlesbrough


KOMIN TÍMI TIL :P

Loks gat Klopp fagnað

Klopp brosir í kvöld. stækka Klopp bros­ir í kvöld. AFP
Li­verpool sigraði Bour­nemouth, 1:0, í 16-liða úr­slit­um enska deilda­bik­ars­ins í kvöld. Þetta er fyrsti sig­ur Li­verpool und­ir stjórn Jür­gen Klopp en liðið er þar með komið í 8-liða úr­slit keppn­inn­ar. Bour­nemouth er hins veg­ar úr leik.
Gest­irn­ir frá Bour­nemouth hófu leik­inn af mikl­um krafti og fengu dauðafæri strax á 4. mín­útu leiks­ins. Stan­islas komst þá einn í gegn­um vörn Li­verpool en Bogd­an, í marki Li­verpool, varði vel.
Heima­menn náðu fljót­lega eft­ir það yf­ir­hönd­inni í leikn­um og komust yfir á 17. mín­útu. Bakvörður­inn Nath­an Clyne fylgdi þá eft­ir hæl­spyrnu Joao Teix­eira og kom knett­in­um í markið. 
Bæði lið fengu ágæt færi í leikn­um en fleiri mörk voru ekki skoruð og Li­verpool sigraði því Bour­nemouth, 1:0. 
Manchester City sigraði Crystal Palace ör­ugg­lega í sömu keppni. Loka­töl­ur í Manchester 5:1 fyr­ir City. Sout­hampt­on sigraði þá Ast­on Villa, 2:1, á heima­velli sín­um á suður­strönd­inni.
Leik­ur Manchester United og Midd­les­brough hófst síðar en hinir leik­irn­ir. Fylgst er með gangi mála í hon­um hér.

Liverpool Liverpool VS AFC Bournemouth í beinni






Góðar fréttir í Njarðvík :D

Ítarlegt viðtal um ástæður ákvörðunar Hauks - "Snýst alls ekki um peninga"


Njarðvíkingar hafa aldeilis fengið hvalreki á sínar fjörur því nú rétt í þessu var Haukur Helgi Pálsson að kvitta undir árs samning við félagið.  Hauk þarf varla að kynna mikið fyrir körfuknattleiksmönnum en hann er uppalinn hjá Fjölni og fór þaðan beint út í nám og hefur verið erlendis síðan. Haukur kemur sum sé til með að stíga sín fyrstu skref í úrvalsdeildinni með liði Njarðvíkinga og er von á að hann hefji leik á föstudag gegn meistaraliði KR.

Haukur fór nú síðast til Þýskalands og spilaði þar með liði MBC í Bundesdeildinni.  Í viðtalinu hér að neðan sagði Haukur að honum hafi alls ekki liðið vel hjá liðinu og vildi fá lausn sem fyrst.  Haukur fer einnig yfir það í viðtalinu hér að neðan hverjar eru ástæður þess að hann komi heim og hversvegna hann valdi Njarðvík umfram önnur lið. Haukur talaði einnig um umboðsmann sinn og hvað honum þótti um þessa ákvörðun sína.

Klopp: Hann getur labbað og synt en það hjálpar honum ekki í fótboltanum

Daniel Sturridge og Jürgen Klopp.
Daniel Sturridge og Jürgen Klopp. 
Framherjahallæri Liverpool heldur áfram því Christian Benteke er meiddur á hné og Jürgen Klopp er ekki bjartsýnn á það að Daniel Sturridge spili með í næstu tveimur leikjum Liverpool-liðsins. Liverpool mætir Bournemouth í kvöld og Chelsea á laugardaginn kemur.

Christian Benteke er þriðji framherjinn sem meiðist á stuttri stjóratíð Jürgen Klopp á Anfield en Benteke sem var nýkominn til baka eftir tognun aftan í læri meiddist á liðböndum í hné. Áður hafði Danny Ings slitið krossband og Sturridge bólgnað upp í hnénu.

Christian Benteke verður ekki með í enska deildabikarnum á móti Bournemouth í kvöld og það er ólíklegt að hann nái Chelsea-leiknum um helgina. Sömu sögu er að segja af Daniel Sturridge sem er líka meiddur á hné og hefur enn ekki spilað fyrir Klopp.

„Hann getu labbað og hann getur synt en það hjálpar honum ekki í fótboltanum. Það er vökvi í hnénu hans. Það er ekki mikið og þetta er ekki alvarlegt. Hann þarf ekki að fara í aðgerð en hann þarf tíma til að jafna sig," sagði Jürgen Klopp við Guardian um stöðuna á Daniel Sturridge.

„Ég lærði það þegar ég var yngri að það hjálpar ekkert að tala um leikmenn sem eru ekki í boði. Hann er nú að missa af fjórða leiknum í röð svo að þetta hafa verið 10 til 12 dagar. Hann verður líka að ná að æfa því það spilar enginn daginn eftir að hann kemur til baka," sagði Klopp og hélt áfram að ræða stöðu Daniel Sturridge.

„Ég þekki meiðslasögu hans en ég hef enga reynslu af því að vinna með honum. Það er annað sem ég þarf að læra," sagði Klopp. Daniel Sturridge hefur aðeins spilað 3 leiki með Liverpool á tímabilinu og skoraði tvö mörk í 3-2 sigri á Aston Villa.

Daniel Sturridge hefur ekki spilað síðan að hann lék 90 mínútur í 1-1 jafntefli á móti Everton sem var síðasti leikur liðsins undir stjórn Brendan Rodgers.

Christian Benteke, Danny Ings og Daniel Sturridge verða því ekki með Liverpool á móti Bournemouth í kvöld og Klopp þarf að treysta áfram á Divock Origi sem hefur enn ekki skorað þrátt fyir að hafa spilað 470 mínútur á þessari leiktíð.

NES SPORT TV KOMIÐ INN Á

þriðjudagur, 27. október 2015

Velkomin(nn) á nýja síðu EINSISPORT HD

Velkomin(nn) á nýja síðu EINSI SPORT HD. á þesssari síðu veður sýnt leikir í beinnni (BLOODZEED) (SPORT TV 1-3 (456) er væntanlegt. Þið getið horft á þessa tengla hér til vinstri