fimmtudagur, 28. janúar 2016

Tapleikur á heimavelli

þetta fór ekki vel fyrir okkur Njarðvíkginga í kvöld :( þar sem við töpuðum á móti KR-ingum það er engan veginn nóu gott að tapa á móti þeim. Leikurinn var í jáfnum allan tíman, en á lokasprettinum höfðu KR-ingar því miður betur. Njarðvík reyndu að svar með körfum en ekkert gekk upp og KR-ingar fóru með sigur af hólmi 89 - 100 eins og þið sjáið á myndinni hér að ofan 

nja-kr-kk-13

– KR með gott tak á Njarðvík í vetur –

Stórleikur umferðarinnar var leikinn í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld þar sem áttust við heimamenn í Njarðvík og KR. Liðin sem mættust í undanúrslitum á síðasta ári sem endaði í magnaðri rimmu. Liðin höfðu mæst í tvemur leikjum í vetur og KR sigrað þá báða, heimaleik sinn í deildinni og svo slógu þeir Njarðvík út úr bikarnum í 8 liða úrslitum þannig að Njarðvík átti harm að hefna. 

1. leikhluti var mjög hraður og skiptust liðin á að keyra í sóknir hvað eftir annað. Haukur setti fyrstu stigin í leiknum og fylgdi Pavel á eftir með fyrstu körfu KR-inga. Mikil keyrsla í bæði vörn og sókn hjá báðum liðum. Um miðbik leikhlutans gekk ekkert hjá heimamönnum að setja upp í sókn og töpuðu þeir boltanum í hverri sókninni á fætur annarri. Gestirnir gengu á lagið og kláruðu sín hraðaupphlaup vel. Auk þess voru Njarðvíkingar ekki að ráða við M. Craion sem var duglegur að fá boltann, pósta menn upp og setja auðveldar körfur. Í stöðunni 14-22 tók Friðrik Ingi leikhlé, eftir að hans menn höfðu tapað enn einum boltanum sem endaði með körfu gestanna, og las aðeins yfir sínum mönnum. Þetta kveikti í Njarðvík sem kom af krafti inn í leikinn og saxaði á forskot gestanna sem endaði svo á því að Ólafur Helgi setti flotta 3.stiga körfu og jafnaði leikinn 22-22. Flottur 8-0 kafli hjá heimamönnum og stuðningsmenn liðsins farnir að láta í sér heyra. KR svaraði þó fyrir sig undir lok leikhlutans og endaði hann 22-26 þeim í vil.

2. leikhluti var beint framhald af þeim fyrsta. Mikill hraði og mikil barátta inni á vellinum. Ægir þór var sprækur fyrir KR og setti hann 4 stig með stuttu millibili. Darri og Björn fylgdu hans fordæmi og settu sína körfuna hvor og var staðan þá orðin 24-36. Þá var komið að Maciej Baginski sem var ekki á því að láta gestina stinga af. Hann setti niður tvær góðar 3.stiga körfur með stuttu millibili og minnkaði muninn í 30-36 þegar 7:12 mín voru eftir af leikhlutanum. Mikið skorað í leiknum og varla sú sókn KR sem ekki endaði með körfu. KR komst í 38-30 með körfu frá M. Craion en þá komu tvær 3.stiga körfur í röð frá Loga og svo Maciej sem þá var búinn að skora 11 stig í leikhlutanum. Njarðvík komst svo yfir þegar Haukur Helgi náði að stela boltanum og skora eftir gott samspil við Loga 43-42 staðan. Liðin skiptust svo á að skora en lokasekúndur leikhlutans voru skrítnar. Dómararnir stöðvuðu leikinn og létu laga klukkuna þannig að 3:48 sekúndur voru eftir og staðan 46-49 fyrir KR. Þeir áttu boltann og tóku hann inn undir sinni eigin körfu. Það endaði ekki betur en svo að Maciej stal boltanum og kom honum á Loga sem skoraði flautukörfu og minnkaði muninn í 48-49. Njarðvík var með 11 tapaða bolta í fyrri hálfleik sem átti eftir að reynast þeim dýrt.

Atkvæðamestir hjá Njarðvík: Logi Gunnars 15 stig/ 5 stoðsendingar, Maciej 11 stig, Haukur Helgi 9 stig/ 4 fráköst og Jeremy Atkinson 8 stig/ 6 fráköst.

Hjá KR: M. Craion 14 stig/ 6 fráköst/ 3 stolnir, Darri Hilmars 11 stig/ 5 fráköst, Ægir Þór 10 stig/ 5 stoðsendingar/ 3 stolnir.

3. leikhluti var líkt og hinir tveir mjög hraður. KR-ingar virtust skora í hverri einustu sókn sem þeir fóru í og var M. Craion þar fremstur í flokki en hann var mjög grimmur undir körfunni og var að skila boltanum ofaní. Liðin skiptust á að skora og mikil barátta en þrátt fyrir það var leikurinn nokkuð prúðmannlega leikinn en til að mynda kom fyrsti skotrétturinn í leiknum þegar um 3 mínútur voru eftir af 3. leikhlutanum. Ægir Þór var duglegur að mata sína menn og var hann kominn með 10 stoðsendingar í leiknum þegar hér var komið við sögu. Leikhlutinn endaði svo svipað og sá á undan en KR hafði boltan en tapaði honum sem endaði með því að brotið var á Ólafi Helga sem setti niður eitt víti og staðan 70-74 fyrir lokaleikhlutann.

4. leikhluti byrjaði vel og sett Haukur Helgi 3.stiga körfu og kom Njarðvík yfir 75-74. Í kjölfarið skiptust liðin á að skora en þar fóru fremstir Helgi Már fyrir KR og Maciej fyrir Njarðvík en þeir settu 5 stig hvor á stuttum tíma. Í stöðunni 85-87 skoraði Brynjar Þór körfu nánast kominn á rassinn eftir að Maciej braut á honum og fékk hann vítaskot að auki sem hann setti og kom KR í 85-90 þegar um 3 mínútur voru eftir. KR læstu vörninni þessar síðustu mínútur og voru að setja skotin sín á hinum enda vallarins. Þá einna helst Pavel sem setti tvær 3.stiga körfur með stuttu millibili og kom KR í 85-96. Heimamenn voru langt í frá nógu grimmir í vörninni í síðasta leikhlutanum og fengu þeir til að mynda fyrstu villuna dæmda á sig þegar um mínúta var eftir. Svo fór að lokum að gestirnir innsigluðu sigurinn 89-100.

Atkvæðamestir hjá Njarðvík voru: Haukur Helgi 23 stig/ 4 fráköst/ 4 stoðsendingar, Maciej B. 18 stig/ 5 fráköst, Jeremy Atkinson 18 stig/ 8 fráköst/ 4 stoðsendingar, Maciej B. 18 stig/ 5 fráköst en hann kom mjög sterkur inn í þennan leik í 2. Leikhluta og Logi Gunnars með 16 stig/ 6 fráköst/ 7 stoðsendingar. 18 stig á sig eftir tapaða bolta í leiknum reyndist Njarðvíkingum mjög dýrt í kvöld.

Hjá KR voru atkvæðamestir: M. Craion sem var gríðarlega öflugur í leiknum bæði í vörn og sókn með 28 stig/ 14 fráköst/ 7 stolna bolta, Darri Hilmars. 17 stig/ 5 fráköst, Pavel 13 stig (þar af 8 stig á lokamínutum leiksins)/ 4 fráköst/ 5 stoðsendingar, Ægir Þór 12 stig/ 14 stoðsendingar/ 6 fráköst og Björn K. 10 stig/ 3 fráköst.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli