þriðjudagur, 26. janúar 2016

vonandi verður Stefan áfram...


Flest­ir klúbb­ar hefðu sent hann heim

Stefan Bonneau í leik með Njarðvík á síðasta tímabili.
Stef­an Bonn­eau í leik með Njarðvík á síðasta tíma­bili. 
Ná­ungakær­leik­ur­inn er svo sann­ar­lega til staðar hjá hjá körfuknatt­leiks­deild Njarðvík­ur. Banda­ríkjamaður­inn Stef­an Bonn­eau fór á kost­um með liði Njarðvík­inga á síðasta tíma­bili í Dom­in­os-deild karla en sleit hás­in rétt fyr­ir yf­ir­stand­andi keppn­is­tíma­bil.
Njarðvík­ing­ar ákváðu hins veg­ar að halda í kapp­ann og hjálpa hon­um að koma sér í gegn­um þessi erfiðu meiðsli. Njarðvík­ing­ar út­veguðu hon­um húsa­skjól hér á landi, hann hef­ur fengið af­not af bíl og er auk þess í sjúkraþjálf­un.

Hafð í eng­in hús að vernda

„Staða hans per­sónu­lega var bara slæm. Hann er tveggja barna faðir og hafði í raun­inni í eng­in hús að vernda. Hann er kannski ekki með sterk­asta baklandið heima í Banda­ríkj­un­um. Okk­ur var bara orðið vel til vina, mér og hon­um og öðrum í klúbbn­um. Þannig að við í raun­inni sáum aum­ur á hon­um og ákváðum að taka hann að okk­ur í vet­ur,” sagði Gunn­ar Örlygs­son formaður körfuknatt­leiks­deild­ar Njarðvík­ur í afar áhuga­verðu viðtali á vefn­um Karf­an.is í dag.
„Menn mega hlæja að því eða gera grín að því en þetta er bara ná­ungakær­leik­ur og ekk­ert annað sem veld­ur því að við höf­um tekið hann að okk­ur. Hann hef­ur fengið gist­ingu, af­not af bíl og fengið mat og eitt­hvað af pen­ing­um. Við höf­um hjálpað hon­um með sjúkra­ferlið og hann bros­ir all­an hring­inn,” sagði Gunn­ar enn frem­ur.
„Bata­ferlið er á góðri braut og hann virðist vera að ná sér furðu hratt miðað við hversu al­var­leg þessi meiðsli voru þannig að það er ekk­ert ólík­legt að hann verði kom­inn í lag, fyrr, frek­ar en seinna, þó svo að ég geti ekk­ert sagt ná­kvæm­lega til um það,” sagði Gunn­ar.
Það get­ur því vel verið að Bonn­eau spili með Njarðvík­ing­um á tíma­bil­inu fari svo að hann nái sér. Það skipt­ir hins veg­ar ekki öllu máli í þessu til­felli.

Flest­ir klúbb­ar hefðu sent hann heim

„Hann er skráður í liðið, hann er Njarðvík­ing­ur, bara meidd­ur, á sjúkra­lista. Auðvitað væri það ekki verra fyr­ir okk­ur litla klúbb sem er bú­inn að gera mikið fyr­ir hann. Flest­ir klúbb­ir hefðu lík­lega sent hann heim, ekki sinnt meidd­um leik­manni utan samn­ings, Banda­ríkja­manni,” sagði Gunn­ar.
„Í flest­um til­fell­um hef­ur það verið svo­leiðis að mér skilst í gegn­um árin þegar svona mál  hafa komið upp. Við ákváðum að fara aðrar leiðir. Kannski fáum við það ein­hvern veg­inn til baka en þetta er ekki gert með þeirri hugs­un. Ef hann er kom­inn í lag á yf­ir­stand­andi tíma­bili, þá er þessi maður ekk­ert að fara að spila mikið fyr­ir klúbb­inn okk­ar. Þetta eru það al­var­leg meiðsli að ég ef­ast um að hann muni spila mikið ef nokkuð í úr­slita­keppn­inni,“ sagði Gunn­ar.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli